Avatar of Minjastofnun Íslands
Iceland

The Cultural Heritage Agency of Iceland

Friðlýstar fornleifar 3D Models

2
-
0

Hluti fornleifa á Íslandi hefur verið sérstaklega friðlýstur þar sem minjavarslan hefur álitið að sérstaka áherslu skuli leggja á varðveislu þeirra til framtíðar. Er upplýsingar um þessar fornleifar og staðsetningu þeirra að finna í svokallaðri friðlýsingaskrá sem gefin var út árið 1990. Flestar þessara fornleifa voru friðlýstar áður en almenn friðun minja var fyrst tryggð með lagasetningu 1989. Unnið er að endurskoðun friðlýstra minja en viðmið um hvað beri sérstaklega að friðlýsa hafa breyst. Þannig mun áhersla nú verða á að friðlýsa stærri minjaheildir, svo sem búskaparleifar í heild með bæjarhúsum, útihúsum og garðhleðslum. Auk þess verður leitast við að friðlýsa bestu dæmi um hina ýmsu minjaflokka.